top of page
Skógarsnípa, teikning: Jón Ásgeir Jónsson

Skógarsnípa

Jón Ásgeir Jónsson

Líkist frænda sínum hrossagauknum í útliti en er mikið stórvaxnari. Hefur líklega orpið hérlendis frá 1970 en vegna afar felugjarns háttalags er erfitt að átta sig á mögulegri stofnstærð. Syngjandi karlfuglar á vorkvöldum eru þó góð vísbending um hvar varp gæti verið að finna. Söngflug þeirra er einstakt þar sem karlinn hringar yfir trjátoppunum og rýtir þrisvar sinnum og endar svo á háu tísti. Slíkt flug hefur sést yfir skógum víða um land, sér í lagi í skógum með ríkulegum undirgróðri.

Skógasnípuhljóð - Rotur
00:00 / 00:00
bottom of page