top of page
Viðburður 1
23 JÚNÍ
SKÓGARDAGUR Í ÁLFHOLTSSKÓGI
(ath. viðburðurinn var áður skipulagður 22.júní, en hefur verið seinkað um dag. Allar tímasetningar viðhaldast).
Skógræktarfélag Skilmannahrepps býður til dagskrár í Álfholtsskógi. Álfholtsskógur er afskaplega fjölbreyttur og fallegur útivistarskógur í alfaraleið. Ýmislegt skemmtilegt verður í boði.
- Mandölugerð
- Plöntugreining
- Axarkast
- Tálgunarkennsla fyrir börn frá kl. 13:00-15:00
- Fræðsluganga um skóginn kl. 14:00. Gangan tekur um eina klukkustund.
Ljósmyndasýning Áskels Þórissonar í Furuhlíð. Myndir úr náttúrunni unnar á sérstæðan hátt.
Veitingar á vægu verði (kakó, pönnukökur, kleinur)
Best er að koma að skóginum frá Akrafjallsvegi (nr. 51), sem liggur frá Vesturlandsvegi (þjv. nr.1) niður á Akranes.
Allir hjartanlega velkomnir!
Skógræktarfélag Skilmannahrepps
Ljósmyndasýning
Mandölugerð og plöntugreining
Skógarganga
Upplýsingar
Tímasetning
Kl. 12:00 - 16:00
Staðsetning
Álfholtsskógur
-Norðaustan við Akrafjall
bottom of page