top of page

Gerðu þér glaðan dag!

LÍF Í LUNDI

24. JÚNÍ
Velkomin út í skóg

 Fjölbreyttir viðburðir í boði um allt land

Viðburður 1
Skógræktarfélag Reykjavíkur & Ásatrúarfélagið 
Æsi-spennandi!
Tilvalin stund til þess að fræðast um okkar fornu hefðir

24. JÚNÍ
SKÓGARBLÓT

Skógræktarfélag Reykjavíkur og Ásatrúarfélagið standa fyrir skógarblóti í Öskjuhlíð. Hilmar Örn Hilmarsson alsherjargoði og Alda Vala Ásdísardóttir Hvammverjagoði stýra blótinu.

 

Kyngimögnuð stund fyrir alla fjölskyldunga í fallegu umhverfi.

Skógarblótið verður nærri hofi Ásatrúarfélagsins, austan við Háskóla Reykjavíkur og Nauthól. Safnast verður saman um klukkan 17. Helgiathöfn hefst nokkru síðar auk þess sem tré verður gróðursett.

Ásatrúarfélagið og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa staðið fyrir skógarblótum nokkur undanfarin ár og þeirri hefð verður viðhaldið í ár. 
 

Boðið er upp á ketilkaffi. Allir hjartanlega velkomnir!

Upplýsingar
Tímasetning
Kl. 17:00
Staðsetning
Öskjuhlíð
- Nálægt hofi Ásatrúarfélagsins.

 
  • Facebook Social Icon
bottom of page