top of page

Sjöstjarna

Sjöstjarna (Trientalis europaea) eða fagurblóm er einstaklega fallegt lítið blóm sem finnst víða í skógum Austurlands. 

Útlit

Lágvaxin jurt (6-12 sm) sem blómstrar smávöxnum (1-1,8 sm) fallegum hvítum blómum, með sjö krónublöðum. Blöðin eru oddbaugótt, eru 5-7 saman og mynda hvirfingu ofarlega á stönglinum. 

Blómgun

Útbreiðsla

Sjöstjarna er algeng tegund á láglendi Austurlands, frá Öræfum til Vopnafjarðar, en afar sjaldgæf annars staðar. Hugsanleg ástæða takmarkaðrar útbreiðslu er léleg fræmyndun sjöstjörnu. Hún fjölgar sér hægt og aðallega með klónvexti. 


Kjörlendi

Vex í skóglendi, lyngmóum og graslendi. Er einkennandi blóm í skógum Austurlands. Þolir ágætlega hálfskugga og þrífst því ágætlega í skógarbotni. 

Annað áhugavert

Sjöstarnan var talin hafa lækningarmátt. Blóm og blöð voru marin og borin á hvarma til þess að lækna ýmsa kvilla í augum.

Sjöstjarna

Sjöstjarna

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Sjöstjarna

Sjöstjarna

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Sjöstjarna

Sjöstjarna

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

Sjöstjarna

Sjöstjarna

Ljósmyndari: Jón Ásgeir Jónsson

bottom of page