top of page

Hætta á gróðureldum

Einstaklega þurrt hefur verið á suðvesturhorninu í vor og það sem af er sumri og snjóléttur vetur. Lítið þarf því til að koma af stað gróðureldum sem getur valdið mikilli eyðileggingu á gróðri, dýralífi og jafnvel sett menn og mannvirki í hættu. Viljum við því biðla til allra sem nýta náttúru og skóga landsins að ganga sérstaklega varlega um og sýna ábyrgð með því að:

  • Henda ekki sígarettum/vindlingum á víðavangi (á ekki að gera hvort sem er, en á sérstaklega við nú!).

  • Bíða með grillið/varðeldinn/kamínuna þar til kemur væta og almennt gildir að forðast skal að nota einnota grill og alls ekki setja þau niður á gróið land.

  • Taka allt rusl með sér heim. Glerbrot eða jafnvel plast getur komið af stað eldi við svona aðstæður.

  • Látið vita ef þið verðið vör við óábyrga umgengni.

Kynnið ykkur forvarnir og fyrstu viðbrögð – greinargóðar upplýsingar má finna á https://www.grodureldar.is/

Ljósmynd: - Brynjólfur Jónsson
Gróðurbruni í Heiðmörk


Comments


Mest lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leitarorð
No tags yet.
Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
bottom of page