Hætta á gróðureldum
Einstaklega þurrt hefur verið á suðvesturhorninu í vor og það sem af er sumri og snjóléttur vetur. Lítið þarf því til að koma af stað gróðureldum sem getur valdið mikilli eyðileggingu á gróðri, dýralífi og jafnvel sett menn og mannvirki í hættu. Viljum við því biðla til allra sem nýta náttúru og skóga landsins að ganga sérstaklega varlega um og sýna ábyrgð með því að:
Henda ekki sígarettum/vindlingum á víðavangi (á ekki að gera hvort sem er, en á sérstaklega við nú!).
Bíða með grillið/varðeldinn/kamínuna þar til kemur væta og almennt gildir að forðast skal að nota einnota grill og alls ekki setja þau niður á gróið land.
Taka allt rusl með sér heim. Glerbrot eða jafnvel plast getur komið af stað eldi við svona aðstæður.
Látið vita ef þið verðið vör við óábyrga umgengni.
Kynnið ykkur forvarnir og fyrstu viðbrögð – greinargóðar upplýsingar má finna á https://www.grodureldar.is/
Comments