top of page

Styrktarsamningur við Arion-banka undirritaður

Skógræktarfélag Íslands gerði nýlega samning við Arion-banka um stuðning bankans. Gildir samningurinn til þriggja ára og er styrkurinn tvískiptur. Annars vegar beinist styrkurinn í verkefni er heitir Skógarvist, Skógargátt og lýðheilsa, sem ætlað er að auka þekkingu almennings á skógum og auka aðgengi að upplýsingum um útivistarmöguleika í skógum landsins og hins vegar í almenna skógrækt, á eignalandi Skógræktarfélags Íslands að Úlfljótsvatni.

Var samningurinn undirritaður miðvikudaginn 5. apríl og skrifuð þau Halldór Harðarson og Anna Sigríður Kristjánsdóttir, fyrir hönd Arion-banka og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, undir samninginn.

Fagnar Skógræktarfélagið þessum samningi við bankann, enda löng saga stuðnings forvera Arion-banka (Búnaðarbankans og Kaupþings) við hin ýmsu skógræktarmál.

F.v. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður bankastjóra Arionbanka, og Halldór Harðarsson, markaðsstjóri Arionbanka, ánægð með nýja samninginn (Mynd: RF).

Mest lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leitarorð
No tags yet.
Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
bottom of page