22. JÚNÍ
LÍF Í LUNDI Á HÁLSI
Skógræktarfélag Eyfirðinga býður upp á skógargöngu á Hálsi í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 22. júní á milli kl 13 og 15.
Tilvalið fyrir fjölskyldur að mæta og fræðast um skóginn og njóta útivistar. Háls er ofan við Smámunasafnið í Saurbæ eða tæpa 30 km suður af Akureyri. Um að gera að taka með nesti.
Best er að leggja á túninu sunnan við bæinn á Hálsi en heimreiðin liggur fram hjá Saurbæjarkirkju að norðanverðu og upp á hálsinn. Vegvísar munu vísa veginn frá Smámunasafninu
Í ár eru 30 ár frá því að Skógræktarfélag Eyfirðinga bauð félagsmönnum upp á að leigja reiti á Hálsi og hefja ræktun.
- Vignir Sveinsson mun fjalla um upphaf landnemaskógræktar á Hálsi en hann var formaður félagsins á þeim tíma og á stóran þátt í að félagar í SE hafa tækifæri til að leigja sér reit og rækta á starfsvæðinu. https://www.kjarnaskogur.is/hals-og-saurbaer
- Að kynningu lokinni verður boðið til skógargöngu og landnemar heimsóttir.
- Aðalheiður tekur á móti gestum í reit nr. 3 á Hálsi og segir frá hvaða þýðingu reiturinn hefur fyrir hana og býður upp á núvitundaræfingu.
- Þegar við erum búin að virkja skynfærin undir leiðsögn Aðalheiðar er haldið áfram í reit nr. 7/8 þar sem Sigurður Ormur segir okkur frá ræktunni þar yfir rjúkandi ketilkaffibolla og djús.
Allir hjartanlega velkomnir!