Sveiflum haka!
Skógfræðingur kennir réttu handtökin
Útivistarskógur framtíðarinnar
25. JÚNÍ
GRÓÐURSETNING Í ÚLFARSFELLI
Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til gróðursetningardags þar sem
félagsmönnum og almenningi gefst kostur á að leggja sitt af mörkum í að
rækta útivistarskóg framtíðarinnar í hlíðum Úlfarsfells.
Skógfræðingar kenna grundvallaratriði í gróðursetningum og bjóða upp
á áhugaverðan fróðleik. Kennsla verður á eftirfarandi tímum og er fólk
hvatt til að nýta sé þá svo allt gangi vel fyrir sig og allir fái kennslu:
10:00 – Kennsla í rjóðrinu og gengið saman á gróðursetningarsvæði
11:00 – Kennsla í rjóðrinu og gengið saman á gróðursetningarsvæði
13:00 – Kennsla í rjóðrinu og gengið saman á gróðursetningarsvæði
14:30 – Kennsla í rjóðrinu og gengið saman á gróðursetningarsvæði
Loftslagsskógar eru samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Með þeim er ætlunin að kolefnisjafna starfsemi borgarinnar. Um leið verða til nýir útivistarskógar í borgarlandinu sem veita kærkomin tækifæri til útiveru og draga úr roki.
Tökum höndum saman um að rækta upp fallegan og skjólgóðan loftslagsskóg í hlíðum Úlfarsfells!
Til að standa straum af kostnaði er þátttökugjald 4.000 fyrir fjölskyldu en frítt fyrir félagsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur og fjölskyldur þeirra.
Leiðarlýsing:
Til að komast að gróðursetningarsvæðinu er ekið eftir Vesturlandsvegi að Lambhagavegi, sem liggur upp að Bauhaus. Ekið er eftir Lambhagavegi, bak við Bauhaus, að hringtorgi. Þar er beygt hægra megin inn á malarveg sem leiðir að gróðursetningarsvæðinu.
Gróðursetningin er hluti af dagskráinni Líf í lundi sem er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að.